Algengar spurningar

Athugaðu fargjaldsflokkinn í bókunarstaðfestingunni. Frekari upplýsingar um aukaþjónustu í hverjum fargjaldsflokki má finna hér.

Það fer eftir fargjaldsflokknum sem þú hefur bókað. Athugaðu fargjaldsflokkinn í bókunarstaðfestingunni. Frekari upplýsingar um aukaþjónustu í hverjum fargjaldsflokki má finna hér.

Athugaðu bókunarstaðfestinguna. Allt sem er innifalið í bókuninni kemur fram í bókunarstaðfestingunni. Ef ekki stendur „farangur 23 kg“ í bókuninni er aðeins leyfð ein 10 kg handtaska. En hægt er að borga fyrir viðbótarfarangur og aðra aukaþjónustu á borð við sæti í „Skoða bókun“. Notaðu bókunarnúmerið og lykilorð til að skrá þig inn.

Fara í „Skoða bókun“

Hægt er að bóka alla aukaþjónustu á síðunni „Skoða bókun“. Sláðu inn bókunarnúmerið þitt (ferðaskrifstofan lætur þig hafa númerið sem er 6 tölustafir) og eftirnafn til að skrá þig inn.

Fara í „Skoða bókun“

Fornafn (og millinafn) og eftirnafn sem birtist á farmiðanum ættu að samsvara nákvæmlega fullu nafni eins og það birtist á opinberum persónuskilríkjum. Þú ert ábyrg(ur) fyrir því að slá nafnið rétt inn í bókunarferlinu. Farðu alltaf vandlega yfir fullt nafn áður en farmiðinn er keyptur. Ef þú ert að bóka miða fyrir einhvern annan þarftu að athuga sérstaklega hvernig nafn viðkomandi er birt í persónuskilríkjum. Ef um barn eða ungbarn er að ræða þarf að gefa upp nákvæman fæðingardag.

Það er skylda að gefa upp fornafn og eftirnafn og valfrjálst að gefa upp millinafn. Ef þú hefur ekki gefið upp millinafnið þitt og það birtist ekki á farmiðanum er það allt í lagi. Farþegum sem ekki hafa gefið upp millinafn verður hleypt um borð. Vilji farþegi hins vegar bæta millinafni á farmiðann er aðeins hægt að gera það í þjónustuverinu og á grundvelli núgildandi reglna um farmiða og gjaldskrár.

Ef um minniháttar villu er að ræða (t.d. ef eftirnafn er stafsett „Jonsdottir“ í stað „Jónsdóttir“) þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Meiriháttar breytingar, sem gætu bent til að verið væri að framselja farmiðann frá einum farþega til annars, eru hins vegar ekki leyfilegar og slíkar breytingar ætti aðeins að gera í samræmi við reglur um farmiða. Leiðréttingar eru heimilar svo fremi sem framvísað er sönnun fyrir löglegri nafnbreytingu, t.d. eftir hjónaband eða nafnbreytingu í Þjóðskrá.