Alicante
Um

Þessi hafnarbær, staðsettur á miðri Costa Blanca-ströndinni við Miðjarðarhafið, hefur náð að aðlagast að nútímanum með þróuðum ferðamannaiðnaði og víðfrægu næturlífi sem heldur áfram langt fram á morgun. Allt árið um kring er þetta kraftmikil, lifandi og vinaleg borg sem þó heldur náttúrulegu aðdráttarafli sínu með frábærum strandsvæðum, almenningsgörðum, strandlengjum, sögulegri byggingarlist, menningarlegum hefðum og spennandi matargerðarlist.

Hvað sem líður fjölmörgum dvalarstöðum og ferðamannastöðum á svæðinu er saga Alicante yfir 7000 ára gömul. Þar hafa Fönikar, Grikkir, Rómverjar og Arabar ráðið ríkjum og á þessu svæði er því að finna bæði söguleg og menningarleg áhrif frá þessum Miðjarðarhafsþjóðum, sem ýtir enn frekar undir fjölbreytileikann í Alicante. Mikilfenglegur kastali gnæfir yfir borginni, en auk þess er þar að finna marga fallega og sögulega staði og söfn þar sem hægt er að fræðast um sögu staðarins.

Það þarf ekki að koma á óvart en eitt helsta aðdráttaraflið við Alicante er veðráttan – svæðið er almennt fremur úrkomusnautt, sem þýðir að sumrin eru löng og heit og veturnir eru mildir. Veðráttan gerir strendurnar í Alicante enn meira aðlaðandi; þær eru fjölbreyttar að gerð (sumar með mjúkum og fíngerðum sandi en aðrar klettóttar) og þær eru einnig með Bláfána-vottun. Upplifðu ógleymanlega strandskemmtun á El Postiguet-ströndinni eða skelltu þér á San Juan-ströndina, en hún er sú lengsta á svæðinu og sjórinn þar er sérlega hreinn. Í næsta nágrenni við borgina er einnig að finna ótal mögnuð kennileiti og friðlönd, t.d. lónin í Mata og Torrevieja, sjávarfitjarnar í Santa Pola og pálmalundina í Elche.

Borgin er einnig þekkt fyrir frábæra golfvelli. Ef þú hefur aldrei spilað golf áður geturðu látið slag standa – útsýnið í nágrenninu gulltryggir að þér muni aldrei leiðast.

Staðreyndir
  • Hjá Rómverjum gekk Alicante undir heitinu „Lucentum“, en það þýðir „Ljósaborg“
  • Á Costa Blanca (og þar með talið í Alicante) er loftslagið talið vera eitt það heilnæmasta í Evrópu
  • Á hrísgrjónaökrunum í nágrenni við Alicante eru framleidd 115.000 tonn af hrísgrjónum á hverju ári
  • Göngusvæðið Explanada de Espana í Alicante er þakið 6,6 milljón marmaraflísum og meðfram því eru 400 pálmatré
Flug til Alicante
{{selectedEvents.alternateText}}
{{month.monthName}}

{{selectedEvents.eventHeading}}

{{selectedEvents.eventDescription}}
{{selectedMonth.temperatureWater>0?"+"+selectedMonth.temperatureWater:selectedMonth.temperatureWater}}°c
Vatn °C
{{selectedMonth.temperatureAverage>0?"+"+selectedMonth.temperatureAverage:selectedMonth.temperatureAverage}}°c
Meðalhiti °C
{{selectedMonth.sunshineHours}}h
Sólarstundir
{{selectedMonth.sunsetLength}}m
Lengd sólseturs
Matur

Arròs a banda-hrísgrjónarétturinn

Einfaldur og bragðgóður réttur frá Alicante – hrísgrjón, fiskur og sjávarfang, eldað í sterkum fiskikrafti og oft borið fram með aioli-sósu.

Fíkjukaka

Hefðbundin spænsk fíkjukaka er að mestu búin til úr þurrkuðum fíkjum og möndlum og er einstaklega bragðgóð. Yfirleitt borin fram með osti.
Drykkur

Orxata d'Ametlla

Hressandi mjólkurdrykkur úr möndlum, vatni, sykri, vanillu, kanil og sesamfræjum. Yfirleitt borinn fram kaldur með eftirréttum.

Fondillón

Þetta rauðvín er sérgrein Alicante, gert úr ofþroskuðum vínberjum og geymt í a.m.k. tíu ár. Passar sérlega vel með ostum eða súkkulaði.
Skoða

Explanada de España

Fáðu þér göngutúr um eitt fallegasta svæði Spánar. Þessi glæsilega breiðgata liggur meðfram ströndinni, skreytt marmaramynstri og pálmatrjám.

Fornminjasafn

Kíktu á glæsilegt og fallegt safn íberískra, grískra og rómverskra fornminja úr þessari ævagömlu borg.
Frábært fyrir
Architecture Byggingarlist
Bar Tours Barferðir
Beach Leisure Baðstrandir
Boat Rides Bátsferðir
Boat Trips Bátsferðir
Cafes Kaffihús
Cocktails Kokkteila
Concerts Tónleika
Culture Menningu
Golf Golf
History Sögu
Hotel Resort Hótelsvæði
Museums Söfn
Nightlife Næturlíf
Photography Ljósmyndun
Restaurants Veitingastaði
Sailing Siglingar
Sightseeing Skoðunarferðir
Sunbathing Sólbað
Swimming Sund
Tapas Tapas
Walks Gönguferðir
Wine Tours Vínsmökkunarferðir
Staðir

Santa Bárbara-kastalinn

Efst á hinu 166 metra háa Benacantil-fjalli trónir eitt stærsta kastalavirki Spánar og þaðan býðst ótrúlegt útsýni yfir bæði borgina og flóann. Kastalinn var upprunalega reistur af Aröbum á 9. öld, en í gegnum aldirnar laskaðist hann í bardögum og var endurbyggður og því er stærstur hluti hans í dag frá 16. öld. Hægt er að ganga upp að kastalanum, taka lyftu eða koma þangað akandi. Innandyra er að finna sögusafn Alicante og í öðrum herbergjum er boðið upp á tímabundnar sýningar. Á leiðinni niður geturðu gengið í gegnum Parque de la Ereta-garðinn, en þar er að finna ótal gönguleiðir og hvíldarstaði þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir borgina og enda síðan gönguferðina í gamla borgarhluta Alicante. Að lokum má nefna að ef þú horfir í átt að Benacantil-fjallinu frá El Postiquet-ströndinni mun blasa við þér hið einkennandi kennileiti Alicante, klettamyndunin „Andlit márans“.

Gamli borgarhluti Alicante

Gamli borgarhlutinn liggur við rætur Santa Bárbara-kastalamúranna og þar er indælt að rölta um í ró og næði. Hið líflega hverfi Barrio de la Santa Cruz er sérlega fallegt á að líta og þar er að finna þröngar og hlykkjóttar götur sem liðast upp fjallið. Þar ber helst að nefna hina gotnesku Santa María-kirkju frá 16. öld. Þetta er elsta kirkjan í Alicante. Hún var byggð á rústum mosku á 13. öld en á 18. öld var hún endurbætt í barokk- og rokokó-stíl og framhlið hennar prýðir glæsileg höggmynd af Maríu mey. Þar við hliðina á er að finna 17. aldar safnið Casa de la Asegurada sem státar af frábæru úrvali listaverka, þ. á. m. eftir Joan Miró og Pablo Picasso. Láttu San Nicolas-biskupsstólskirkjuna ekki framhjá þér fara, en lokið var við byggingu hennar árið 1662 í blöndu af Herrera- og barokk-stíl. Í kirkjunni er að finna afar fallegt klaustur frá 15. öld. Á hinu víðfeðma torgi Plaza del Ayuntamiento er að finna enn fleiri dæmi um magnaða byggingarlist, ekki síst í hinni glæsilegu barokk-framhlið á ráðhúsi borgarinnar.

Tabarca

Þú mátt alls ekki missa af Tabarca, lítilli eyju sem liggur 22 km sunnan við Alicante. Þangað er aðeins hægt að komast á báti en á leiðinni geturðu notið heillandi útsýnis yfir strandlengjuna. Tabarca er aðeins 2 km að lengd og á u.þ.b. fjórðungi eyjunnar er lítið þorp innan virkisveggja. Þar er að finna fallega kirkju og ótal vandaða veitingastaði og hótel ef þú skyldir vilja verja þar lengri tíma. Á nýlendutímanum var eyjan vinsæll ránsstaður sjóræningja, eða allt þar til hún var víggirt á 18. öld. Virkisveggirnir og íburðarmikill öryggisturninn standa enn þann dag í dag. Á eyjunni eru engir bílar, verslunarkeðjur, háar byggingar eða hraðbankar svo það er engu líkara en að maður hafi ferðast aftur í tímann á þessum einstaka stað. Sjórinn í kringum eyjuna er ótrúlega tær, sjávargróðurinn og lífríkið er heillandi fyrir kafara og það er ljúft að slappa af á ströndunum og svamla í sjónum, enda telst eyjan í heild sinni vera einn sjávarþjóðgarða Miðjarðarhafssvæðisins.