Antalya
Um

Antalya er stærsta tyrkneska borgin við Miðjarðarhafið, við hinn hrífandi Antalya-flóa. Antalya er lífleg og gróskumikil en jafnframt hefðbundin tyrknesk borg með merka sögu að baki, þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Útsýnið er heillandi, margir áhugaverðir staðir að skoða og margt hægt að gera. Hin bláleitu Taurus-fjöll tróna fyrir ofan og himinblátt hafið tekur við hinumegin og skapar veðursæld með heitu Miðjarðarhafsloftslagi og um 300 sólardögum á ári. Þarna má njóta lífsins á löngum ströndum, breiðum götum með pálmatrjám og fallegri höfninni. Þar er einnig fjöldamargt skemmtilegt í boði eins og bátsferðir, vatnsrennibrautagarður sem og góðar strandir og sundstaðir.
Antalya nútímans er byggð ofan á fornu borginni, en í sögulega Kaleiçi-hverfinu sem er umlukt virkismúrum er að finna mannvirki frá tímum Rómverja, Býsansmanna og Seldsjúka og umfram allt frá tímum Ósmana á miðöldum, sem umlykja höfn sem rekja má aftur til tíma Rómverja. Einnig er þar að finna arfleifð byggingarlistar sem rekja má aftur til helleníska tímans, sem og dæmi um gríska byggingarlist.
Í nágrenninu eru margir heillandi staðir til að skoða, eins og hinir fallegu efri og neðri Düden-fossar, þjóðgarðurinn Bey Dagi (Ólympus) og fornu borgirnar Termessos og Perge.

Staðreyndir
  • Antalya er stærsti strandstaður Tyrklands
  • Í Antalya skín sólin næstum 3000 klukkustundir á ári
  • Á undanförnum 100 árum hefur íbúum Antalya fjölgað úr 25.000 upp í meira en milljón
  • Árið 2015 fóru yfir 27,7 milljónir farþega um Antalya-flugvöll
Flug til Antalya
{{selectedEvents.alternateText}}
{{month.monthName}}

{{selectedEvents.eventHeading}}

{{selectedEvents.eventDescription}}
{{selectedMonth.temperatureWater>0?"+"+selectedMonth.temperatureWater:selectedMonth.temperatureWater}}°c
Vatn °C
{{selectedMonth.temperatureAverage>0?"+"+selectedMonth.temperatureAverage:selectedMonth.temperatureAverage}}°c
Meðalhiti °C
{{selectedMonth.sunshineHours}}h
Sólarstundir
{{selectedMonth.sunsetLength}}m
Lengd sólseturs
Matur

Piyaz

Tyrkneskt salat úr þurrum baunum með lauk, tahini, hvítlauk, valhnetum, steinselju og sumac-kryddi. Í Antalya er notuð sesamolía í það.

Shish Kofte

Vinsæl útfærsla af kebab úr lamba-, kálfa- eða nautahakki með kryddjurtum, oft steinselju og myntu, sem þrætt er á pinna og grillað.
Drykkur

Raki

Áfengur drykkur sem er einkennandi fyrir Tyrklandi, einnig þekktur sem „mjólk ljónsins“. Raki er talið vera besta meðalið við ástarsorg.

Tyrkneskt kaffi

Kaffi úr ristuðum og fínmöluðum kaffibaunum sem látnar eru sjóða í katli og hellt í bolla, þar sem korgurinn er látinn setjast.
Skoða

Aspendos

Glæsilegt rómverskt hringleikahús sem er svo vel varðveitt að það er enn í notkun. Upplifðu þetta glæsilega mannvirki og ótrúlegt útsýnið!

Düden-fossarnir

Hrífandi fossar. Þetta er frábær staður til að taka fallegar ljósmyndir. Neðri Düden-fossinn fellur beint ofan í sjó – það er stórkostleg sjón!
Frábært fyrir
Archeology Tours Fornminjaferðir
Boat Rides Bátsferðir
Culture Menningu
History Sögu
Museums Söfn
Oriental Landmarks Kennileiti í Austurlöndum
Sightseeing Skoðunarferðir
Sunbathing Sólbað
Swimming Sund
Walks Gönguferðir
Staðir

Kaleici

Fallega gamla Kaleici-hverfið (merkir: „innan kastalans“) er eitthvað sem þeir sem heimsækja Antalya mega alls ekki missa af. Þröngar og hlykkjóttar steini lagðar göturnar og sögulegar byggingar frá mismunandi tímum eru merkur minnisvarði um liðna tíma og auðvitað fallegur staður til að skoða. Margar bygginganna hafa verið gerðar nostursamlega upp og breytt í lítil hótel, verslanir og veitingastaði. Aðaltorgið, Kale Kapısı („virkishliðið“), prýðir gamall klukkuturn og stytta af Attalus II konungi, sem lagði grunn að borginni. Ekki missa af því að sjá Kesik Minare rústirnar, líflega markaðinn İki Kapılar Hanı sem á rætur að rekja allt aftur til 15. aldar eða hið glæsilega Hadríanusarhlið sem reist var árið 130 eftir Krist þegar keisarinn rómverski heimsótti borgina. Í Kaleici er einnig hin merka 16. aldar moska Murat Pasa og 18. aldar moskan Tekeli Mehmet Pasa.

Termessos

Rústir hinnar fornu og merku borgar Termessos eru 34 km norðvestur af Antalya og notast þarf við einhvern samgöngumáta til að komast þangað, en ferðin er sannarlega þess virði. Tvær leiðir liggja að þessum vel varðveittu rústum og báðar bjóða upp á frábært útsýni á leiðinni. Á svæðinu eru rústir af ýmiss konar mannvirkjum, meðal annars borgarmúrum, íþróttasvæði, súlum lagðri götu, hofum og baðhúsum. Aðalaðdráttaraflið er þó hringleikahúsið, en það trónir efst á fallegri hæð með glæsilegan fjallgarðinn í kring – þetta er staður sem lætur þig missa úr slag.

Fornminjasafn Antalya

Ef þú ert í Antalya máttu ekki missa af þessu safni, sérstaklega ef þú hyggst skoða sögufrægu staðina í kring eins og Aspendos, Termessos eða Perge. Þetta er eitt fremsta safn Tyrklands með 13 sýningarsali og 5000 muni í sýningu. Auðvelt er að komast að safninu, það er aðgengilegt og í því er farið yfir söguna allt frá steinöld og bronsöld og fram að býsönskum tíma. Á safninu eru munir fengnir frá Aspendos, Patara, Pamphylia og öðrum fornum borgum á svæðinu. Virtu fyrir þér tígulegar stytturnar af ólympísku guðunum sem flestar fundust í rústum fornu borgarinnar Perge og hafa varðveist ótrúlega vel. Á annarri hæð er hægt að skoða myntir og gullmuni sem fundist hafa á nærliggjandi svæðum.