Barcelona
Um

Barcelona stendur við Miðjarðarhafið á norðausturströnd Spánar og er ein áhugaverðasta borg Evrópu fyrir margra hluta sakir. Þar má m.a. nefna afar alþjóðlega og frjálslynda borgarmenningu, afslappað lífsviðhorf, frábæra matarmenningu, mikinn fjölda áhugaverðra staða, milt Miðjarðarhafsloftslag, indælar strendur og fjölskrúðugt næturlíf.

Saga Barcelona nær langt aftur í aldir og þar má finna einstaklega hrífandi dæmi um byggingarlist í rómönskum stíl, gotneskum stíl, endurreisnarstíl og katalónskum skreytistíl (modernisme), meðal annars nokkrar byggingar eftir þekktasta arkitekt Spánar, Antoni Gaudí. Einnig er í borginni fjöldi athyglisverðra safna, þ. á m. eitt sem er tileinkað Picasso og annað tileinkað Miró, að ógleymdu Barça-safninu, sem er tileinkað hinu heimsfræga knattspyrnuliði Barcelona. Ásýnd Barcelona eins og við þekkjum hana í dag mótaðist að miklu leyti á síðastliðnum 150 árum og endurspeglar vel anda þessarar líflegu borgar.

Barcelona er borg sem sækist sífellt eftir nýjustu straumum og stefnum og er gjarnan á undan sínum samtíma. Hér er feikinóg við að vera: skoðunarferðir um borgina, tónleikar og aðrir viðburðir, sérverslanir, litlar tískuverslanir og stórverslanir, veitingastaðir og tapas-barir við allra hæfi og margt fleira.

Staðreyndir
  • Barcelona er stærsta heimsborgin við Miðjarðarhafið
  • Megnið af Barcelona 19. aldarinnar var byggt samkvæmt framsýnu rammanetsskipulagi
  • Í Barcelona eru tvö opinber tungumál – katalónska og spænska
  • 10% af 100 ferkílómetra flatarmáli Barcelona eru græn svæði
Flug til Barcelona
{{month.monthName}}

{{selectedEvents.eventHeading}}

{{selectedEvents.eventDescription}}
{{selectedMonth.temperatureWater>0?"+"+selectedMonth.temperatureWater:selectedMonth.temperatureWater}}°c
Vatn °C
{{selectedMonth.temperatureAverage>0?"+"+selectedMonth.temperatureAverage:selectedMonth.temperatureAverage}}°c
Meðalhiti °C
{{selectedMonth.sunshineHours}}h
Sólarstundir
{{selectedMonth.sunsetLength}}m
Lengd sólseturs
Matur

Botifarra

Pylsa af ýmsum gerðum, til dæmis hvít, með hrísgrjónum eða með blóði. Vinsælasti rétturinn er botifarra með soðnum hvítum baunum.

Paella

Hefðbundinn spænskur hrísgrjónaréttur, oft matreiddur yfir opnum eldi með saffranhrísgrjónum og kjöti, sjávarfangi eða hvoru tveggja.
Drykkur

Sangria

Slepptu fram af þér beislinu með þessum ljúfa drykk úr rauðvíni, ávöxtum, koníaki eða rommi, sætuefni, appelsínusafa og ísmolum.

Cava

Létt freyðivín (kampavín) frá Spáni. Framleitt með mismikilli sætu og getur ýmist verið hvítt (blanc) eða ljósrautt (rosat).
Skoða

Museu Picasso

Á þessu safni eru fleiri en 3.500 listaverk eftir Picasso sem gefa djúpa innsýn í tilurð og þróun þessa mikla listamanns.

La Rambla

Þetta er frægasta gatan í Barcelona með mannlífi, leikhúslífi, arkitektúr og götulistamönnum sem fylla skilningarvitin.
Frábært fyrir
Byggingarlist
Barferðir
Kaffihús
Hellaskoðun
Tilkomumiklar kirkjur
Tónleika
Menningu
Söfn
Næturlíf
Ljósmyndun
Veitingastaði
Skoðunarferðir
Tapas
Gönguferðir
Vínsmökkunarferðir
Staðir

La Sagrada Família

Ef þú mættir aðeins sjá einn stað í Barcelona ættirðu að sjá þessa kirkju. Þessi gríðarstóra, stórbrotna og ótrúlega flókna kirkja sem var hönnuð af frægasta arkitekt Spánar, Antoni Gaudí, vekur réttmæta aðdáun og er ekki að undra að hún sé mest heimsótta kennileiti Spánar. Þótt kirkjan hafi þegar verið lengur en hundrað ár í byggingu er henni enn ólokið, en þegar hún verður fullbyggð verður aðalbyggingin 95 metra há og 60 metra breið, turnspíran mun rísa 170 metra upp í loftið og hún mun taka 13.000 manns í sæti. Hönnun kirkjunnar er djörf, fjölskrúðug og margbrotin – í byggingunni er lítið notast við beinar línur, snið hennar eru margbrotin og framhliðarnar margar, hver með sínum einstöku og margslungnu skreytingum og skúlptúrum en mynda þó heildstætt yfirbragð. Að innan er kirkjan að sama skapi einstök. Þar má finna stílfærðar höggmyndasamstæður með ótrúlegum smáatriðum sem hafa djúpa merkingu, stólpa sem greinast líkt og tré þegar nær dregur loftinu og hugvitssamlega staðsetta og mótaða glugga sem beina og dreifa ljósinu þannig að úr verður áhrifamikil lýsing. Hægt er að komast upp í nokkra turnanna til að virða fyrir sér ógleymanlega og guðdómlega fegurðina. Eftir að Gaudí féll frá hefur menn greint á um réttmæti hugmyndanna um La Sagrada Família, og enn er óvíst hvernig ljúka skuli byggingunni, en það sem hingað til hefur verið unnið er undursamlegt meistaraverk.

La Pedrera

Þessi frumlega og heimsfræga bygging, einnig þekkt sem Casa Milà, er einkennandi dæmi um byggingarlist í katalónskum skreytistíl (modernisme). Hún var hönnuð af Antoni Gaudí, byggð á árunum 1905–10 sem íbúða- og skrifstofubygging og einkennist af ójafnri, bylgjulagaðri framhlið úr steini og afar sérkennilegu þaki með höggmyndum sem gegna hlutverki reykháfa. Innandyra má finna lúxushúsbúnað frá fyrri hluta 20. aldarinnar þar sem merkja má nokkrar óvenjulegar línur og sveigjur auk ýmissa úthugsaðra smáatriða. Svalirnar eru úr málmi og eru líkt og málverkin innblásnar af náttúrunni. Þær fara afar vel við ójöfn form byggingarinnar. Í byggingunni er einnig að finna lítið safn sem tileinkað er verkum Gaudí.

Park Güell

Hér er komið enn eitt af meistaraverkum Gaudí frá 20. öldinni, upphaflega unnið fyrir greifann Güell sem fjölskyldusvæði með íbúðarhúsum en það verkefni rann út í sandinn og í staðinn var staðnum breytt í almenningsgarð. Þessi töfrandi garður er uppfullur af óviðjafnanlegum byggingum og skúlptúrum Gaudí í anda katalónska skreytistílsins ásamt mósaíkskreytingunum sem eru afar einkennandi fyrir Katalóníu og finna má um alla Barcelona. Í draumkenndum garðinum má finna blómlegar og smekklega ræktaðar flatir, sérkennilega löguð hús sem sækja útlit sitt til náttúrunnar, súlur sem halda uppi Sala Hipóstila (dórísku hofi) og minna á tré, að ekki sé minnst á mósaíkskreyttan drekann á tröppunum við innganginn, og í miðju garðsins er hringlaga torg með löngum, sveigðum, mósaíkskreyttum bekk allt í kring. Hérna er einnig að finna lítið hús með turnspíru þar sem Gaudí bjó síðustu æviárin og þar má sjá áhugaverð húsgögn sem hann hannaði sjálfur.