Fuerteventura

Fuerteventura er næststærsta eyjan í Kanaríeyjaklasanum og státar af ótrúlegu landslagi, sól árið um kring og frábæru veðurfari. Eyjan er einn stór þjóðgarður og er heimkynni ýmissa fágætra og merkilegra villidýra. Inn til landsins er landslag hrjóstrugt og tignarlegt, með eldfjallakeilum og gígum sem spennandi er að skoða, en við strandlengjuna er dásamlegt að slaka á við stærstu og fegurstu strendur Kanaríeyjanna, sem einnig eru í uppáhaldi hjá brimbrettafólkinu. Fuerteventura er aðeins 100 km frá strönd Afríku og því má greina norður-afrískan andblæ á menningunni.

Lággjaldadagatal

Handbók ferðamanna

Land
Spánn
Tungumál
Spænska
Gjaldmiðill
Evra
Umferð
Hægri umferð

Strandlengja Fuerteventura er tæpir 190 km á lengd og skartar rúmlega 150 strandsvæðum

Fallegi, hvíti sandurinn á ströndum Fuerteventura er í raun sandur sem hefur fokið yfir Atlantshafið frá Sahara-eyðimörkinni