Gran Canaria
Um

Á Gran Canaria mætast miklar andstæður í landslagi og loftslagi. Eyjan er oft kölluð „lítil heimsálfa“ þar sem landslagið breytist frá grænum gróðri og gljúfrum í norðri í stórskorin fjöll og skorninga innar í landinu og endar svo í eyðimerkurlandslagi í suðri. Strandlengjan er klettótt með löngum ströndum, sandöldum úr hvítum sandi og ferðamannastöðum á víð og dreif. Hér er svo margt að sjá að þér gæti fundist þú vera í ólíkum hlutum heimsins á sama tíma, fjöllin minna á nokkur stærstu fjalllendi heims, en á minni mælikvarða og Maspalomas-sandöldurnar í suðri líkjast smárri, undarlegri eyðimörk við hafið.

Eyjan er einnig þekkt fyrir fjölbreytt loftslag á litlu svæði, ólíkir hlutar Gran Canaria fá mismikið af sólskini og regni og hitastigið getur sveiflast eftir því, sem gerir loftslag eyjunnar enn mótsagnakenndara. Engu að síður nýtur eyjan að meðaltali 2.800 klst. af sólskini á ári svo öruggt er að þú njótir góðs veðurs á meðan þú kannar eyjuna, ferð í gönguferð eða hjólar í fjöllunum, iðkar vatnaíþróttir eða bara slappar af á ströndinni.

Þó að hún sé aðeins þriðja stærsta eyjan í eyjaklasanum býr um helmingur íbúa Kanaríeyja þar. Borgarmenning er þar við lýði, sérstaklega í höfuðborg eyjunnar, Las Palmas, sem á sér ríka sögu og þar ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Staðreyndir
  • Nafnið „Gran Canaria“ þýddi upphaflega „Stóra hundaeyjan“
  • Í fyrstu ferð sinni til Ameríku árið 1492 stoppaði Kólumbus í höfninni í Las Palmas
  • Þvermál þessarar kringlóttu eyju er um 50 km
  • Maspalomas-sandöldurnar eru taldar hafa myndast eftir stóran jarðskjálfta í kringum 1750
Flug til Gran Canaria
{{selectedEvents.alternateText}}
{{month.monthName}}

{{selectedEvents.eventHeading}}

{{selectedEvents.eventDescription}}
{{selectedMonth.temperatureWater>0?"+"+selectedMonth.temperatureWater:selectedMonth.temperatureWater}}°c
Vatn °C
{{selectedMonth.temperatureAverage>0?"+"+selectedMonth.temperatureAverage:selectedMonth.temperatureAverage}}°c
Meðalhiti °C
{{selectedMonth.sunshineHours}}h
Sólarstundir
{{selectedMonth.sunsetLength}}m
Lengd sólseturs
Matur

Rancho canario

Einföld súpa frá Kanaríeyjum úr söltuðum rifjum, kjúklingabaunum, chorizo-pylsu, svínafeiti, breiðum núðlum, kartöflum, tómötum og lauk.

Ropa vieja

Gómsæt kássa búin til úr rifnum kjúklingi og nautakjöti í bland við kartöflur, kjúklingabaunir og sósu úr tómötum.
Drykkur

Tropical

Bjórtegund frá Kanaríeyjum sem oftast er borin fram kæld í 20 cl flöskum. Ef þér finnst bjór góður viltu ekki missa af þessum!

Mejunje

Einkennisdrykkur Santa Lucia de Tirajana. Hunangsromm kryddað með kanil, sítrónuberki, sítrónugrasi, kaffibaunum og öðrum kryddum.
Skoða

Cueva Pintada

Sjáðu mikilvægasta staðinn á Gran Canaria fyrir tíma Spánverja, fornan málaðan helli og þjóðgarðssafn sem helgað er fyrstu íbúum eyjarinnar.

Tejeda

Draumkennt þorp uppi á hæð með bugðóttum götum og krúttlegum húsum með svölum á milli kletta og gljúfra. Frábærir staðir alls staðar!
Frábært fyrir
Archeology Tours Fornminjaferðir
Beach Leisure Baðstrandir
Bicycling Hjólreiðar
Diving Köfun
Hiking Fjallganga
History Sögu
Museums Söfn
Snorkeling Yfirborðsköfun
Swimming Sund
Tapas Tapas
Waterskiing Sjóskíði
Windsurfing Seglbretti
Wine Tours Vínsmökkunarferðir
Staðir

Las Palmas

Höfuðborg Gran Canaria er athyglisverð borg undir miklum spænskum áhrifum og með fjölbreytta menningu. Iðandi höfnin, lífleg umferðin og lifandi hverfin og strendurnar gefa borginni orku sem algengt er að sjá í borgum við Miðjarðarhafið og hér geta allir fundið eitthvað að sínu skapi. Ef þú vilt kynnast sögu staðarins skaltu heimsækja gamla hverfið, Vegueta. Við hliðina á indælum verslunum, veitingastöðum og börum standa markverðar byggingar frá mismunandi tímum. Skoðaðu nýklassísku dómkirkjuna í Santa Ana sem var hönnuð í einstökum og andstæðukenndum „Atlantshafs-gotneskum“ stíl að innan og í henni hanga málverk frá frægasta 18. aldar málara eyjunnar, Juan de Miranda. Líttu við á safni heilagrar listar sem sýnir aldargömul handrit, höggmyndir og aðra heilaga muni. Annað frábært dæmi um sögu eyjunnar er Gabinete Literario, fyrsta leikhús eyjunnar sem byggt var 1844. Leikhúsið er nú á lista yfir þjóðminjar og er heillandi dæmi um fágun gamla heimsins. Casa-Museo de Colón er heillandi safn sem segir frá ferðum Kólumbusar og sýnir hlutverk Kanaríeyja við upphaf vöruflutninga yfir Atlantshafið, en byggingin sjálf er gott dæmi um byggingarlist Kanaríeyja. Langar þig að versla eða bara ganga um og skoða fallegar byggingar? Farðu á Calle Mayor de Triana og verslaðu eða andaðu að þér stemmingu svæðisins og dáðstu að frábærum módernískum byggingum. Ef þú vilt fara á ströndina og slappa af er Las Palmas rétti staðurinn fyrir þig. Canteras-ströndin er talin vera meðal bestu borgarstranda í heiminum. Hún býður upp á 3 km fína sandströnd, fallegt göngusvæði og hið frábæra La Barra-rif, sem er fullkominn staður til að stunda yfirborðsköfun við lágflóð. Brimbrettakappar munu elska öldurnar við suðurhluta eyjunnar.

Bandama-gígurinn

Þessi glæsilegi kulnaði eldfjallagígur er einn sá stærsti á Gran Canaria. Hann er 200 m djúpur og 1 km í þvermál. Frá toppi Pico de Bandama, sem liggur við hlið hans, má sjá frábært útsýni yfir gíginn og svæðið í kring. Bandama-gígurinn er hluti af vernduðu landsvæði og er á skrá yfir þjóðminjar. Þú getur gengið í kringum gíginn eða, ef þú treystir þér til, gengið niður að botni gígsins, sem var notaður í landbúnaði og víngerð í dálítinn tíma. Nærri Bandama-gígnum eru þorpin La Atalaya, sem er þekkt fyrir leirmuni, og Santa Brígida með fallegum þjóðgarði og þröngum götum.

Guayadeque-gljúfrið

Guayadeque-gljúfrið nær yfir miðhluta Gran Canaria og sýnir mikilfengleika náttúrunnar á hrífandi hátt. Himinháir fjallshryggir þaktir gróðri rísa yfir gljúfrinu sem teygir sig langar leiðir. Ef þú kemur hingað um vetur eða snemma vors er staðurinn sérstaklega heillandi þar sem möndlutrén eru í blóma. Þjónustumiðstöðin við innganginn gefur ferðamönnum innsýn í sögu og jarðfræði þessarar heillandi jarðmyndunar. Neðar í gljúfrinu finnur þú Cuevas Bermejas hellaheimilin sem höggvin eru inn í fjallshlíðina ásamt lítilli kapellu. Héðan liggur vegurinn upp hið „endalausa“ Montaña de las Tierras. Þegar hér er komið er landsvæðið orðið erfiðara viðfangs, en algjörlega þess virði, því hér eru nokkrar gönguleiðir sem liggja að hafinu og margt einstakt að sjá á leiðinni.