Ponta Delgada
Um

Afskekktur Asóreyjaklasinn státar af gullfallegum eyjum með tignarlegum fjöllum og friðsælum náttúruperlum sem bjóða nánast allt sem ævintýragjarn ferðalangur þráir - brimbretti, köfun, hestbak, svifflug og ótal margt fleira. Kanaríeyjar eru rómaðar fyrir óviðjafnanlegt veðurfar og fallegar strendur en Asóreyjar bjóða upp á grænna landslag, brattari fjöll, milt og heittemprað loftslag árið um kring og mun upprunalegra yfirbragð sem ekki er jafn rækilega sniðið að þörfum ferðamanna.

Ponta Delgada er höfuðstaður umdæmisins og staðsett á eyjunni Sao Miguel. Þetta er gullfalleg borg sem býður upp á ótal spennandi og heillandi möguleika. Þú getur skoðað hrífandi byggingarlist, sem finna má við hvert horn þegar gengið er um borgina - dulúðug smátorg með svörtum og hvítum skrautflísum, hellulagðar götur, fallegar kirkjur og sögulegar byggingar sem einkennast af hvítum útveggjum með skreytingum úr dökku eldfjallagrjóti. Matur og drykkur er ævinlega innan handar því í borginni eru ótal kaffihús, barir og veitingastaðir og matarmenning innfæddra er stórkostleg - ekki gleyma að smakka óviðjafnanlegt lostæti ræktað eða framleitt á staðnum, svo sem ananas, bragðmikla osta, vín eða te. Þeir sem eru sólgnir í sjávarfang geta valið úr góðgæti á hóflegu verði. Ef ferðalanginn þyrstir í fjör kem fljótlega í ljós að næturlífið í Ponta Delgada er líflegra en ætla mætti enda eru þar barir og skemmtistaðir við allra hæfi og gleðin stendur langt fram eftir nóttu.

Úr borginni má síðan leggja í könnunarleiðangra til smærri þorpa eða á vit ósnortinnar náttúru og hinna heillandi eldfjallasvæða í nágrenni við Sao Miguel. Fetaðu þig meðfram gígbörmum og virtu fyrir þér magnað útsýni, veldu einhverja af fjölmörgum gönguleiðum um eyjuna eða láttu nægja að horfa yfir víðfeðmt hafið sem teygir sig út að ystu sjónarrönd.

Staðreyndir
  • Asóreyjar eru portúgalskt sjálfstjórnarhérað sem staðsett er um það bil 1.360 km vestur af meginlandinu
  • Allar Asóreyjarnar mynduðust í eldsumbrotum
  • Þegar mælt er frá sjávarbotni og upp að efsta tindi státa Asóreyjar af sumum hæstu fjalla jarðarinnar
  • Asóreyjar voru óbyggðar lengi framan af en þegar komið var fram á 17. öld voru eyjarnar orðnar mjög þéttbýlar, svo mjög að í óefni stefndi
Flug til Ponta Delgada
{{month.monthName}}

{{selectedEvents.eventHeading}}

{{selectedEvents.eventDescription}}
{{selectedMonth.temperatureWater>0?"+"+selectedMonth.temperatureWater:selectedMonth.temperatureWater}}°c
Vatn °C
{{selectedMonth.temperatureAverage>0?"+"+selectedMonth.temperatureAverage:selectedMonth.temperatureAverage}}°c
Meðalhiti °C
{{selectedMonth.sunshineHours}}h
Sólarstundir
{{selectedMonth.sunsetLength}}m
Lengd sólseturs
Matur

Cozido

Þennan rétt verða allir sem koma til Asóreyja að prófa - þetta er bragðmikil kjöt- og grænmetiskássa sem er matreidd með því að grafa pottinn í heitu gjalli úr næsta eldfjalli og láta hann krauma þar í nokkra klukkutíma.

Malasadas

Þetta eru deigkúlur sem eru djúpsteiktar og velt upp úr sykri, eru sagðar upprunnar á eyjunni Sao Miguel og eru vinsæl hressing milli mála.
Drykkur

Chá verde

Þetta græna te, ræktað á staðnum, verða allir að prófa. Það sem gerir þetta te alveg sérstakt er að telaufin eru þurrkuð í söltu sjávarloftinu og draga við það í sig einstakt bragð.

Mulher do Capote

Þessi sæti og silkimjúki asórski líkjör er gerður úr ferskum ananas eða ástaraldinum og er gjarnan drukkinn eftir góða máltíð.
Skoða

Borgarhliðið

Borgarhliðið er frá 1783 og er eitt af helstu kennileitum Porta Delgada. Hliðið var upphaflega hluti af varnarveggnum umhverfis borgina en stendur nú eitt eftir og ber við himinn.

Cha Gorreana

Flakkaðu aftur í tímann í heimsókn á einu teplantekruna í Evrópu. Plantekran var sett á stofn árið 1883 og ræktar og framleiðir te enn þann dag í dag.
Frábært fyrir
Byggingarlist
Barferðir
Hjólreiðar
Bátsferðir
Bátsferðir
Tilkomumiklar kirkjur
Sælkeramatur
Köfun
Höfrungaskoðun
Akstur
Fiskveiðar
Fjallganga
Hestaferðir
Fjöll
Fjallahjólreiðar
Næturlíf
Staðsetningar
Göngur um lystigarða
Ljósmyndun
Fjórhjólaferðir
Siglingar
Skoðunarferðir
Yfirborðsköfun
HEILSULINDIR
Sólsetursskoðun
Brimbrettabrun
Sund
Tapas
Gönguferðir
Seglbretti
Staðir

Caldeira das Sete Cidades

Enginn sem kemur til Sao Miguel má missa af þessu. Þessi tröllaukni, ævaforni eldfjallagígur með merlandi stöðuvötnunum Lagoa Verde og Lagoa Azul (græna vatnið og bláa vatnið) er einstakt náttúruundur sem lætur engan ósnortinn sem virðir fyrir sér stórkostlegt útsýnið, óspjallaða náttúruna og stórfengleika landslagsins allt í kring. Skógi vaxnar hlíðarnar umlykja vötnin sem liggja þarna samhliða, annað fagurgrænt og hitt skærblátt. Fornar goðsagnir segja að vötnin hafi myndast af tárum prinsessu og fjárhirðis sem unnust hugástum en máttu ekki eigast. Best er að velja heiðskíran dag til að njóta fegurðar landslagsins til fullnustu, en ef svo vill til að það er skýjað eða þoka í lofti er upplagt að þræða frábærar gönguleiðir allt í kringum gígbarminn og niður að vötnunum, því landslagið er jafn stórfenglegt hvert sem litið er.

Furnas

Furnas-héraðið er sannkallað eldfjallaævintýraland og þar er að finna þorp með sama nafni. Þetta svæði er óvenju líflegt og litríkt, með ríkulegu gróðurfari sem einkennir heittemprað loftslagið og gefur okkur vísbendingar um gróðurfar í skógum Evrópu fyrir ísöldina - sem aldrei kom á Asóreyjum vegna þess hve loftslag þar var milt. Gefðu þér tíma til að rölta um þorpið eða fara í fjallgöngu þar sem þú kemst í ógleymanlegt návígi við náttúru svæðisins. Flestir koma þó til Furnas vegna náttúrulegra heitra linda og gufuhvera sem senda gufustróka yfir allt svæðið. Það gefast því næg tækifæri til að fá sér endurnærandi jarðhitabað og vinsælasti baðstaðurinn er líklega Poca Da Dona Beija. Margir aðrir áhugaverðir staðir eru á svæðinu, meðal annars hið heillandi stöðuvatn Lagoa das Furnas og þar í kring Caldeiras da Lagoa das Furnas, sem er eins og jarðfræðisýning með virkum eldfjallagígum sem sjóða og bulla, og ekki síst er ógleymanlegt blómskrúðið í hinum yndislega grasagarði Terra Nostra.

Hvalaskoðun við Asóreyjar

Asóreyjar eru ekki aðeins þekktar fyrir hrikalega fegurð eldfjalla og skóga, heldur einnig sem frábært hvalaskoðunarsvæði. Hafsvæðið kringum eyjarnar er auðugt af átu og fiski og því sannkölluð matarkista fyrir þessi tignarlegu spendýr. Yfir 20 mismunandi tegundir hafa fundist í grennd við Asóreyjarnar, þeirra á meðal hnúfubakar, búrhvalir og höfrungar, sjávarskjaldbökur og mörg fleiri sjávardýr. Frá höfninni í Porta Delgada er hægt að fara í margs konar skoðunarferðir, sem flestar taka um það bil þrjár klukkustundir, og þótt það sé hægt að skoða hvali árið um kring er sumarið besti tíminn til þess.