UPPLIFUNIN


Primera Air býður nýja og ferska nálgun á lággjaldaflug milli landa, með áherslu á notendavænt viðmót og þægindi. Við viljum tryggja þér snurðulausa og þægilega ferð með okkur.

 

COMFORT

Ferðastu á almennu farrými, Premium-farrými eða einhversstaðar þar á milli.

Boðið er upp á sæti með grunnþjónustu upp í mikil þægindi með fríðindum eins og farangri, sætisforgangi, máltíð, forgangi um borð, sveigjanlega flugmiða og góð sæti með meira fótarými.
Þegar þú hefur valið fargjald sem hentar þér getur þú sérsniðið ferðina enn frekar með:

 • Sérfarangursheimild
 • Afbókunartryggingu, ef svo fer að þú kemst ekki í flugið
 • Sérstökum valkostum þegar ferðast er með börn og ungbörn
 • Frábæru úrvali varnings í verslun okkar um borð
 

ECONOMY

Sætin í almenna farrýminu eru í hæsta gæðaflokki með ríkulegu gólfplássi og góðu fótarými. Auk viðbótarþjónustu fargjaldsins sem þú valdir (Light, Comfort, Flex) færð þú:

 • Frábært úrval af spennandi vörum í hæsta gæðaflokki og á frábæru verði í verslun um borð
 • Valkost um að panta þægilegra sæti með meira fótarými
 • USB-tengla til að hlaða tækin þín
 

PREMIUM ECONOMY

Rúmgóða Premium-farrýmið okkar er búið mjög rúmgóðum, stillanlegum og hallanlegum sætum, stillanlegum fótskemlum og miklu fótarými til að þú njótir hvíldar og slökunar á ferðinni. Auk viðbótarþjónustu fargjaldsins sem þú valdir (Premium og Premium Flex) færð þú:

 • Frábært úrval af spennandi vörum í hæsta gæðaflokki og á frábæru verði í verslun um borð
 • Máltíð
 • Comfort-sett
 • Vatnsflösku
 • Rafmagns- og USB-tengla til að hlaða tölvuna og önnur tæki
 

Á FERÐALAGI

Flug með Primera Air færir þér nýja sýn á millilandaferðir með lággjaldaflugfélagi.

Ferðalag með okkur er alltaf þægilegt, án millilendinga og þjónustan er snurðulaus.

Taktu tækin þín með og hafðu engar áhyggjur því þú getur hlaðið tækin hvenær sem er, í rafmagnsinnstungu eða um USB-tengil.