Um ferðina

Farangur

Það er alltaf góð hugmynd að hafa lítinn farangur meðferðis en ekki alltaf raunhæft. Besta ráðið sem við getum gefið þér til að lágmarka gjöld er að hugsa vel um það sem þú pakkar og kynna þér þau gjöld sem gilda um farangur. Ef þú telur þig þurfa að koma með meiri farangur en heimilt er færðu hér upplýsingar um magn, viðbótargjöld og takmarkanir.

 

Handfarangur og hlutir til persónulegra nota

Farangursheimild fyrir allar tegundir fargjalda hjá Primera Air er ein taska í handfarangri auk eins lítils hlutar til persónulegra nota um borð, nema fyrir „Light“ – sá fargjaldaflokkur inniheldur aðeins einn hlut til persónulegra nota en hægt er að bæta handfarangri við sérstaklega.

Personal Item

Hlutir til persónulegra nota:

  • eru fartölvutöskur, myndavélatöskur, barnabakpokar og svipaðir hlutir
  • allt að 25 x 33 x 20 cm, að hámarki 8 kg
  • verður að komast undir sætið fyrir framan þig

Cabin Bag

Handfarangur:

  • eru hlutir eins og bakpokar og litlar ferðatöskur
  • allt að 54 x 45 x 25 cm
  • hámarksþyngd er 10 kg að persónulega hlutnum meðtöldum
  • er ekki innfalinn í „Light“, honum verður að bæta sérstaklega við

Athugið: í tilfellum þar sem ekkert pláss er um borð verður handfarangur þinn innritaður án endurgjalds (hægt er að sækja hann á farangurssvæði komuflugvallar). Aðeins farþegar sem hafa forgang um borð (ef í boði) eru öruggir um að geta tekið bæði handfarangur og persónulegan mun um borð.

 

Ungbarnafarangur

Ef ferðast er með ungbarn hefurðu einnig heimild til að koma með eftirfarandi:
  • Ein stöðluð taska (allt að 10 kg) fyrir nauðsynlega hluti fyrir umönnun barnsins, sem hægt er að taka með sem handfarangur eða innrita.
  • Burðarrúm fyrir ungbarn eða kerra fyrir börn upp að 6 ára aldri má taka um borð án endurgjalds.
  • Þessa hluti má nota fram að brottför en þá er þeim vanalega komið fyrir í farangursrými.

Athugið: á Billund-flugvelli (Danmörk) þarf að innrita barnakerrur. 

Nánari upplýsingar um töskur fyrir umönnun barns er að finna á síðu okkar Börn og ungabörn.

 

Innritaður farangur

Bókað beint hjá Primera Air:

Farangursheimild er 1x innrituð taska fyrir allar tegundir fargjalda nema „Light“.
Hægt er að kaupa fleiri innritaðar töskur á vefsvæði okkar. Hver taska má ekki vera þyngri en 23 kg.
Nánari upplýsingar um töskugjöld er að finna í gjaldskrá okkar.

 

Innritaður farangur tekur til allra hluta sem hafa verið innritaðir fyrir brottför og við sjáum um að koma fyrir. Auðkennismerki verður hengt við hvern hlut og þú munt fá kvittun fyrir hvern þeirra. Innritaður farangur er geymdur í farangursrými flugvélar.

Eftir að bókun er gerð er hægt að bæta innrituðum farangri við bókunina með því að velja „Skoða bókun“ allt að tveimur klukkustundum fyrir áætlaða brottför flugs. Gjöld fyrir innritaðan farangur eru innheimt á einstakling á hverja flugleið. Hærri farangursgjöld eiga við þegar keypt er heimild fyrir innritaðan farangur á flugvelli.

Primera Air áskilur sér rétt til að hafna öllum bótakröfum vegna skemmda á farangri og sérfarangri ef honum hefur ekki verið pakkað á viðeigandi hátt.

 

Umframfarangur

Allir farþegar með farangur umfram leyfilegan farangur til innritunar verða rukkaðir fyrir umframfarangur á flugvelli.

Nánari upplýsingar er að finna í gjaldskrá okkar.