Um ferðina

Aflýst flug og miklar seinkanir

Við hjá Primera Air vitum að stundvísi skiptir farþega okkar miklu máli og gerum okkar besta til að tryggja að allt flug okkar sé eftir áætlun. Eðli flugferðalaga gerir það þó að verkum að ekki er hægt að komast hjá seinkunum og að flugi sé aflýst endrum og sinnum. Primera Air fylgir reglugerðum Evrópusambandsins varðandi seinkun og aflýsingu flugs. Hér getur þú lesið um réttindi þín ef þér skyldi vera neitað um inngöngu í flug, ef upp koma langar seinkanir, flugi er aflýst eða þú þarfnast aðstoðar.

Skoða ESB-reglugerðir

Til að geta krafist þeirra réttinda sem fram koma í reglugerðinni verða farþegar að hafa staðfesta bókun í flugið og vera með brottfararspjald. Kröfuhafar verða að gefa upp nafn og samskiptaupplýsingar, nöfn annarra farþega sem krafan er send inn fyrir og samskiptaupplýsingar þeirra, afrit af brottfararspjaldi og upplýsingar um röskun flugsins.

Ef þú hefur samband fyrir hönd einhvers annars óskum við eftir undirritaðri staðfestingu frá farþeganum þar sem hann veitir þér umboð til að koma fram fyrir sína hönd.

Ef þú vilt óska eftir bótum skaltu hafa samband við þjónustudeild okkar í gegnum netfangið claims@primeraair.com.