Um ferðina

Börn og ungbörn

Hjá Primera Air gerum við allt sem við getum til að gera ferðalag barnsins þíns eins öruggt og þægilegt og hægt er.

Ef ferðast er með ungbarn hefurðu einnig heimild til að koma með eftirfarandi:

 • Ein stöðluð taska (allt að 10 kg) fyrir nauðsynlega hluti fyrir umönnun barnsins, sem hægt er að taka með sem handfarangur eða innrita.
 • Burðarrúm fyrir ungbarn eða kerra fyrir börn upp að 6 ára aldri má taka um borð án endurgjalds.
 • Þessa hluti má nota fram að brottför en þá er þeim vanalega komið fyrir í farangursrými.

Ef þú ferðast með ungbarn án barnasætis fær barnið sérstakt ungbarnabelti sem er fest við beltið þitt.

Vinsamlegast athugaðu að Primera Air getur ekki boðið upp á sérstök barnasæti.

Þú mátt koma með samþykkt barnasæti um borð, að því tilskildu að sæti séu laus í viðkomandi flugi. Þú getur einnig tryggt barninu sæti með því að greiða barnafargjald.

Þegar ferðast er með börn skal gæta þess að hafa allt meðferðis sem þau þurfa til ferðarinnar líkt og bleyjur, barnamat o.s.frv.

 

Barnasæti verða að uppfylla einn eftirtalinna staðla:

 • Festibúnaður fyrir börn samþykktur til notkunar í loftfari af einhverri stofnun Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA), Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) eða Samgöngustofnun Kanada (á grundvelli innlends tæknistaðals) og merktur í samræmi við það.
 • Festibúnaður fyrir börn sem er samþykktur til notkunar í vélknúnum ökutækjum samkvæmt UN-staðlinum EBE R 44, -03 eða síðari röð breytinga.
 • Festibúnaður fyrir börn sem er samþykktur til notkunar í vélknúnum ökutækjum og loftförum samkvæmt kanadíska staðlinum CMVSS 213/213.1.
 • Festibúnaður fyrir börn sem er samþykktur til notkunar í vélknúnum ökutækjum og loftförum samkvæmt staðlinum US FMVSS nr. 213 og sem var framleiddur samkvæmt þessum stöðlum frá og með 26. febrúar 1985. Festibúnaður fyrir börn sem samþykktur er í Bandaríkjunum og var framleiddur eftir þessa dagsetningu verður að hafa eftirfarandi áletrun: „THIS CHILD RESTRAINT SYSTEM CONFORMS TO ALL APPLICABLE FEDERAL MOTOR VEHICLE SAFETY STANDARDS“ og „THIS RESTRAINT IS CERTIFIED FOR USE IN MOTOR VEHICLES AND AIRCRAFT“.
 • Festibúnaður fyrir börn sem uppfyllir notkun um borð í loftförum samkvæmt þýska staðlinum TÜV/958-01/2001 um „hæfismat fyrir festibúnað til notkunar í loftförum“ (TÜV/958-01/2001).

 

Börn sem ferðast ein

Sérstakar reglur gilda um börn sem ferðast ein. Börn frá fimm ára aldri til ellefu ára (fram að ellefta afmælisdegi) teljast til barna sem ferðast ein. Börn undir þeim aldri mega aðeins ferðast ef þau eru í fylgd með fullorðnum farþega eða fá sérstaka fylgd hjá Primera Air.

Primera Air samþykkir að börn á aldrinum 5 til 11 ára geti ferðast ein, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

 • Gjald fyrir viðbótarþjónustu. Nánari upplýsingar er að finna í gjaldskrá okkar. Aðeins eitt gjald er innheimt ef tvö eða fleiri börn ferðast saman.
 • Að hámarki geta fjögur börn ferðast ein í hverju flugi.

Reglur um ferðalög:

 • Fullorðinn forráðamaður verður að innrita börn sem ferðast ein og hann verður að sýna skilríki með mynd og gefa upp samskiptaupplýsingar, auk þess sem hann þarf að sýna fram á tengsl sín við barnið. Við komu á áfangastað mun þjónustufulltrúi Primera Air aðeins fela forráðamanni sem er tilgreindur í bókunarskjölunum umsjón barnsins gegn framvísun skilríkja með mynd og samskiptaupplýsinga forráðamannsins.
 • Ferðaskilríkjum fyrir börn sem ferðast ein er komið fyrir í sérstökum vasa frá Primera Air sem á ávallt að vera sýnilegur á barninu.

 

Þjónusta flugliða fyrir börn sem ferðast ein

Börnum sem ferðast ein er fylgt um borð af starfsmanni flugafgreiðslu, sem þarf einnig að hafa meðferðis tilskilin gögn barnsins. Fyrsti flugliði tekur á móti barninu, skrifar undir viðeigandi eyðublað og heldur einu afriti.

Fyrsti flugliði tilnefnir einn úr áhöfninni sem umsjónarmann barnsins, sem sér um að aðstoða barnið í fluginu og við komu á áfangastað.