Um ferðina

Vegabréf og vegabréfsáritanir

 

Sparaðu þér fyrirhöfn og kynntu þér hvaða skilríkja og skilyrða er krafist til að komast inn í landið sem þú ert að ferðast til, áður en þú leggur af stað. Hvers vegna ættirðu að eyða dýrmætum ferðatíma fastur/föst á flugvellinum?

Undirbúðu þig fyrir brottför

Gakktu úr skugga um að þú sért með öll nauðsynleg ferðaskilríki vel skipulögð fyrir brottfarardag.

  • Þegar þú ferðast með okkur þarftu að framvísa gildum persónuskilríkjum með mynd. Nafnið á flugmiðanum verður að passa við nafnið á skilríkjunum þínum. Flugmiðar og -pantanir hjá okkur eru bundnar við hvern farþega og ekki er hægt að flytja þær á annan aðila.
  • Gakktu úr skugga um að þú hafir öll nauðsynleg ferðaskilríki meðferðis, þar á meðal vegabréf og vegabréfsáritanir. Við áskiljum okkur rétt til að neita þér að ganga um borð í vélina ef þú getur ekki framvísað nauðsynlegum ferðaskilríkjum. Flugmiðar og -pantanir hjá okkur eru bundnar við handhafa og ekki er hægt að flytja þær á milli farþega.
  • Þú berð ábyrgð á að fylgja öllum lögum, reglugerðum og öðrum ákvæðum hins opinbera sem tengjast ferðalögum til landanna sem þú flýgur til, frá eða millilendir í. Við berum enga ábyrgð á afleiðingum sem skapast ef rétt gögn eru ekki útveguð eða ef lögum, reglugerðum, kröfum eða skipunum er ekki framfylgt.

Kynntu þér skilyrði áfangastaðarins

 Skilyrði fyrir því að þú megir koma til landsins geta ráðist af áfangastað og þjóðerni þínu.

 Ferðast til Bandaríkjanna og Bretlands

 Ferðast til Kanada

 Ferðast til Frakklands

 Ferðast innan Evrópu

  Ferðast innan Schengensvæðisins

 Ferðast með ólögráða einstaklingum