Um ferðina

Sæti

Sætisbókanir

Veldu sætið þitt fyrir fram og tryggðu að þú og ferðafélagar þínir sitjið saman.

Hins vegar mælum við með því að þú pantir sæti fyrir fram.

Hægt er að panta sæti allt að 7 dögum fyrir brottför.

Hægt er að panta sæti við bókun á netinu. Ef þú hefur þegar bókað með Primera geturðu farið í „Skoða bókun“ og skráð þig inn með eftirnafni þínu og bókunarnúmeri til að panta sæti.

Við reynum að verða við öllum sætisbeiðnum. Framboð, breytingar á gerð flugvélar og aðrar aðstæður kunna í undantekningartilfellum að leiða til þess að farþegar verði beðnir um að skipta um sæti.

Gjald er tekið fyrir allar sætabókanir sem gerðar eru í bókunarferlinu eða að því loknu.

Nánari upplýsingar er að finna í gjaldskrá okkar.

 

Sætaraðir við neyðarútganga

Farþegar sem sitja í sætaröð við neyðarútgang verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera 12 ára eða eldri
  • Mega ekki þarfnast séraðstoðar fylgdarmanns eða áhafnar
  • Þú ert ekki barnshafandi
  • Þú ert ekki með neinar tímabundnar skerðingar (t.d. vegna tognunar, beinbrota eða annarra slysa) eða varanlega fötlun sem kann að gera þér ókleift að veita aðstoð við neyðaraðstæður, ef starfsfólk fer fram á það
  • Þú þarft að vera fús til og fær um að aðstoða við neyðarrýmingu, svo sem ef nauðsynlegt er að opna eða loka dyrum flugvélarinnar
  • Vera færir um að skilja aðferðir við að rýma vélina og leiðbeiningar frá áhöfn, og miðla slíkum upplýsingum munnlega til annarra farþega
  • Geta tjáð sig á ensku
  • Þurfa ekki að aðstoða samferðamann við neyðarrýmingu
  • Ekki að ferðast með barni eða ungbarni
  • Samþykkja að aðstoða ef til neyðarrýmingar kemur

Farþegar sem sitja í sætaröð við neyðarútgang verða beðnir um að aðstoða við neyðarrýmingu samkvæmt fyrirmælum áhafnarinnar, til að auka öryggi allra farþega.

Athugið:
Áhafnarmeðlimir í fluginu munu kanna hvort farþegar sem hafa valið sæti í sætisröð hjá neyðarútgangi uppfylli ofangreind skilyrði. Ef farþeginn uppfyllir ekki skilyrði til að sitja í sætisröð hjá neyðarútgangi mun áhöfnin úthluta farþeganum annað sæti og sætisbókunin fæst ekki endurgreidd.