Um ferðina

Séraðstoð við farþega

Hafðu samband við okkur á info@primeraair.com ef þú þarft einhvers konar aðstoð og settu „special assistance needed“ (þörf á séraðstoð) í efni tölvupóstsins.

 

Blindir farþegar með hjálparhunda

Hjálparhundar mega fylgja blindum farþegum í farþegarými að því tilskildu að þeir séu í ól og mýldir.

Hundar eru ekki heimilir í sæti og þeir mega ekki loka gangveginum.  Þar sem við á skal leyfi liggja fyrir um inngöngu í gegnumferðarland og/eða áfangastað.

Primera Air ber ekki ábyrgð á því ef hjálparhundi er meinaður flutningur eða aðgangur um land.

 

Þjónusta við fólk í hjólastólum

Þessi þjónusta er veitt þeim farþegum sem eiga í erfiðleikum með inngöngu eða útgöngu úr flugvél og um borð.

Vinsamlegast tilkynnið ferðaskrifstofu ef þörf er á aðstoð vegna hjólastóls og tilgreinið hvort ferðast er með eigin hjólastól og hvort hann er rafknúinn.

 

Aukasúrefni

Stefna Primera Air um flutning og notkun súrefnis er sem hér segir:

  • Farþegum er ekki heimilt að vera með eigin súrefnisbirgðir um borð.
  • Primera Air er ófært um að veita farþegum með þekktar sérþarfir súrefni.
  • Neyðarsúrefni um borð er ætlað til notkunar ef upp koma óvænt atvik og ekki fyrir farþega með þekktar sérþarfir.

 

Súrefnisþjöppur

Súrefnisþjöppur (POC) innihalda ekki súrefni heldur þjappa súrefninu sem er til staðar í umhverfinu. Af þeim sökum skal ekki flokka þær með sama hætti og súrefnisflöskur/hylki! Samkvæmt evrópskum reglugerðum þurfa súrefnisþjöppur ekki að vera samþykktar til að vera notaðar um borð. Súrefnisþjöppur innihalda rafhlöður og falla því undir handrafeindatæki (PED).

Notkun súrefnisþjappa er heimil um borð. Samkvæmt evrópskum reglugerðum þarf ekki að slökkva á lækningatækjum sem teljast nauðsynleg stoðtæki fyrir lífeðlisfræðilega virkni (t.d. súrefnisþjöppur) í flugi.

Við akstur flugvélar á jörðu niðri, sem og við flugtak og lendingu, verður tækið að vera:

  • Geymt sem handfarangur í samræmi við gildandi reglur og ferli, eða
  • Ef notandi þarf á tækinu að halda við ofantalið skal því komið fyrir á þann hátt að það takmarki á engan hátt aðgengi farþega að eða notkun á neyðarútgangi, útgöngum eða gangvegi í farþegarými

Farþegar sem hyggjast taka með sér og nota ferðasúrefnisvélar um borð þurfa að:

  • hafa samband við þjónustuver Primera Air að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir áætlaða brottför,
  • framvísa læknisvottorði eða yfirlýsingu frá lækni sem staðfestir að farþeginn hafi getu og þekkingu til að nota tækið, og þar sem fram kemur að hve miklu leyti þarf að nota tækið meðan á fluginu stendur, og
  • láta fyrstu flugfreyju vita þegar komið er um borð í vélina

Eftirfarandi takmarkanir eiga við flug frá eða til Bandaríkjanna: tækið verður að vera samþykkt af Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) og skráð á eftirfarandi vefsvæði https://www.faa.gov/about/initiatives/cabin_safety/portable_oxygen/