Um ferðina

Barnshafandi konur

Konum sem gengnar eru 36 vikur á leið eða meira er ekki leyft að fljúga. Ef kona virðist vera gengin 36 vikur á leið eða meira og getur ekki sannað annað með læknisvottorði er henni ekki leyft að ferðast.

Ófrískar konur geta ferðast án læknisvottorðs fyrir 28. viku meðgöngu. Milli 28. og 36. viku meðgöngu geta konur ferðast með því að sýna læknisvottorð sem gildir bæði fyrir flugið út og heim, en þó ekki lengur en til 36. viku. Konur sem ganga með fleiri en eitt barn mega ekki ferðast eftir 32 vikur.
Vinsamlega geymið vottorðið í handfarangri.

Læknisvottorðið ætti að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Staðfesting á eðlilegri meðgöngu
  • Áætlaður fæðingardagur
  • Gildistími læknisvottorðs
  • Önnur atriði tengd heilbrigði sem taka þarf tillit til við ferðalag í flugvél
  • Læknisvottorðið skal vera á ensku
  • Læknisvottorðið þarf að vera dagsett innan 10 daga frá brottför.